Hvað er sterk eiginfjárstaða?

Nú er ég á engan hátt mikill fjármálaspekúlant eiginlega síður en svo. Þess vegna er mér hugsað til þessara tveggja hugtaka lausafjárstaða og eiginfjárstaða. Hvað þýða þessi hugtök...

Rétt áður en allt fór til fjandans þá komu forráðamenn bankanna og lofuðu það hversu sterkur bankinn væri. Þar man ég að mikið var talað um sterka eiginfjárstöðu bankanna og á móti að lausafjármarkaðir væru erfiðir. Eftir að ríkið ákvað að kaupa 75% í Glitni þá var talað um að bankinn væri í góðum rekstri og ætti um 200 miljarða eiginfjár. Einnig var talað um að staða hinna bankana væri líka sterk hvað varðaði eiginfjárstöðu..

Þar sem ég er ekki menntaður í hagfræði eða viðskiptafræði þá var ég að reyna að gera mér grein fyrir því hvað það þýðir að vera með sterka eiginfjárstöðu. Ég hef alltaf skilið það þannig að þetta þýddi að bankinn ætti eignir umfram skuldir. Þetta átti við um alla bankana.

Með þetta að leiðarljósi þá er maður að reyna að skilja allar þessar lántökur hjá ríkinu. Ég hélt að þetta væri bara mjög einfalt þ.e selja eignir og greiða upp skuldir þar sem eiginfjárstaðan var svo svakalega góð.

Miðað við umræðu síðustu daga þá finnst mér eins og ríkið hafi verið í ábyrgð fyrir þessu öllu þ.e tekið ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Ég geri mér grein fyrir því að einhverjar lögbundnar skuldbindingar liggja fyrir en það getur ekki átt við alla þessa þúsundi miljarða.

Fyrir þetta var ríkissjóður skuldlaus en eftir þetta ævintýri skuldum vafinn geri ég ráð fyrir. Fyrir hvað standa þessar skuldir þá ef bankarnir áttu svona mikinn pening?

Spyr sá sem ekki veit....


Mótmælendur Íslands..

Alveg merkilegt hvað sama fólkið mætir í öll mótmæli. Það er nóg að það heiti mótmæli þá er ákveðin hópur mættur. Ég held að margir viti ekki einusinni hverju þeir eru að mótmæla.

Hversvegna er ekki mótmælt við höfuðstöðvar Baugs eða við heimili þeirra sem bera mesta sökina. Mér sýnist að innan við 20 manns séu á góðri leið með að setja íslensku þjóðina á hausinn með glæfralegum fjárfestingum...


mbl.is Aleigan í 2 Bónuspokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarán!!

Hvað varð aftur um bankaránið sem Glitnis menn sögðu frá í síðustu viku? Núna segja þeir bara "plís" rænið okkur ekki hætta við.

Nú eru menn nokkuð brattir og fagna því að fá þó 25%. Ekki voru þeir eins sáttir í síðustu viku. Furðulegur þessi bankamarkaður..


mbl.is Eigendur Glitnis ekki með í ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjór í Mosanum...

Alltaf kemur þetta manni jafn mikið á óvart þegar snjóar í fyrsta skipti á haustin. Maður er einhvernvegin alltaf að vona að einn daginn muni bara hætta að snjóa fyrir fullt og allt. Sennilega mun mér ekki endast ævin til að upplifa það:)..kannski sem betur fer..

42759_korpan-1


Agnes Bragadóttir

Mikið svakalega var ég hrifinn af því hvernig hún gjörsamlega "át" Sigurð G á stöð 2 núna í kvöld. Lét kallinn ekki komst upp með neitt múður. Tek ofan fyrir Agnesi...

Féttamennska?

Nú er ég búinn að skoða blöðin og aðra fréttamiðla í dag og ég verð að segja að mér hálf blöskrar. Það liggur við að ekki sé lengur hægt að tala um óháða miðila. Ég man ekki eftir því að hafa séð umfjöllun um málefni Baugs og mönnum tengdum þeim svona rosalega hlutræga eins og í dag. Sérstaklega væri hægt að taka til DV. Þarna er greinilegt að miðillinn er í eigu þeirra manna sem urðu fyrir tapi á Glitni. Þetta kemur kannski ekki á óvart þar sem það hlýtur að vera erfitt að flytja fréttir sem koma eigandanum illa. Það hefur líklega komið skipun inn á ritstjórn um að hafa umfjöllunina þess eðlis að gera þennann verknað sem seðlabankinn gerði tortryggann.

En hvað veit maður.....


Ég er ekki að fatta þetta...

Mér finnst eins og það sé bara í lagi að ráðast á lögregluna. Það eru allavega skilaboð dómstóla með þessum hlægilegu dómum. Er ansi hræddur um að þetta væri fangelsisdómur víða annarsstaðar í okkar vestræna heimi. Ef þetta er það sem lögreglan á von á þá er eins gott að borga þeim vel ef við ætlum yfirleitt að hafa lögreglu í landnu. Þetta er bara að aukast dag frá degi og á endanu þá verður þetta illviðráðanlegt.

Hverjum er ekki sama um skitna 2 mánuði skilorðsbundið ef þú ert nógu vitlaus til að ráðast á lagana verði við störf. Held að fólk sem gerir sig seka um þetta skilji ekkert annað en fangelsi því miður...


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á lögreglumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök!

Ég er á því að Faldo hafi þarna gert ákeðin tæknileg mistök. Hann setur Garcia út fyrst í þeirri von að fá inn stig snemma en því miður þá hefur Garcia ekki unnið nema 1 singles leik í Ryder cup frá upphafi ef ég man rétt. Síðan setur hann fallbyssurnar síðasta út þ.e Westwood og Harrington sem áttu ekki gott mót.

Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá en það var alltaf sá möguleiki að þessir "lykil" leikir myndu ekki skipta máli. Ég hefði sent Poulter út fyrst og haft fyrri hlutann sterkari. Það kom svo á daginn að leikirnir sem Westwood og Harrington spiluðu skiptu engu máli þar sem USA voru búnir að tryggja sér sigur áður en til þeirra kom. Sú uppstilling sem Faldo fór af stað með hefði alveg haldið ef liðin hefðu verið jöfn að stigum fyrir loka daginn en svo var ekki.

Annað sem hann gerði í foursomes leikjunum var að leika Karlson en hvíla Garcia. Þarna held ég að hann hafi átt að gera öfugt þ.e hvíla Karlsson og spila Garcia með Westwood þeir hafa náð vel saman í gegnum tíðina. Karlsson er alger fugla maskína og á klárlega að spila fourball leikina en ekki foursomes. Eins átti hann að nota Wilson í foursomes þar sem maðurinn hittir allar brautir sem er jú gríðarlega mikilvægt í foursomes.

Annars er lítið um "veika" leikmenn í Ryder cup flestir eru þeir jú mjög sterkir en hafa mismikla virðingu frá andstæðingnum og missterkir á andlega sviðinu.

Annars var alveg fáranlegt hvað var spilað gott golf þarna. Menn voru að sýna tölur eins og 7 undir á 10 holum hjá Karlson og síðan 29 högg á fyrri 9 hjá Boo Weekly. Völlurinn var settur upp frekar léttur lítið sem ekkert röff, brautir mjög breiðar og holustaðsetningar frekar léttar. Þetta þýðir bara fáranlega gott skor......sem er jú alveg fínt. Mér finnst persónulega skemmtilegra að sjá kylfinga strögla svoldið manni líður betur með sjálfan sig sem kylfing....

 Kv örn

 


mbl.is Engin eftirsjá hjá Nick Faldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt tryggt nema flest!

Alveg er þetta dæmigert fyrir tryggingafélögin í landinu. Þegar á hólminn er komið er nánast ekkert tryggt. Maður spyr sig stundum hvers vegna maður er að borga þessar tryggingar.
mbl.is Fæst tjónin bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú getur þetta vel!!

Koma svo núna og dettu nú niður á einn Arnar Ævars hring upp á 5-6 undir pari hef fulla trú á kallinum...
mbl.is Örn Ævar er á pari eftir tvo hringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 530

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband