Reykskynjari ekki sama og reykskynjari...

Ég hefði viljað fá að sjá hversu hátt hlutfall þessara skynjara eru "optískir". Í mörg ár hafa landsmenn keypt svokallaða "jóníska" reykskynjara vegna þess að þeir hafa verið allt að þriðjungi ódýrari.

Vandamáið við "jóníska" skynjara er að þeir skynja ekki kaldan reyk sem oftar en ekki dregur fólk til dauða þegar eldur verður laus. Ég vil því ráðleggja fólki að kaupa sér "optíska" skynjara á þá staði sem fólk sefur. Einnig þarf að passa að setja þá ekki of nálægt veggjum, ekki nær en 50 cm.

Hægt er að þekkja þá "jónísku" með því að það er í þeim geislavirkt efni og merki þess efnis á þeim.

Það þarf svo ekki að taka fram að skipta um rafhlöður í skynjurunum á hverju ári..


mbl.is Brunavörnum verulega áfátt á heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Jújú...

Þetta með að skipta út rafhlöðum einusinni á ári, skipti um hjá mér fyrir Jól í fyrra.

Svo leið tíminn og allt í einu byrjaði ég að heira stutt píp öðru hverju og þótti skrítið.

Það kom svo í ljós að ég vantaldi alla skynjarana hjá mér það voru þrír skynjarar en ekki tveir á heimilinu.

Ætla svo að skipta út tveimur og setja upp optíska í svefnherbergin. en það mun þýða að ég set upp þrjá nýja þar sem aðeins tveir af þremur voru í svefnherbergjum, og ég hef þrjú svefnherbergi.

MBK

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.11.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Karl Jónsson

Góðir punktar Össi, ég er með átta skynjara í mínu húsi sem er á þremur hæðum og þarf einmitt að fara að skipta þessa dagana.

Karl Jónsson, 25.11.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Athyglisverð pæling, félagi Örn Sölvi. Hef aldrei haft mikið vit á þessum reykskynjurum en svo skemmtilega vill til að ég puðaði við það um helgina að setja upp einn slíkan og færa til annan. Vorum með skynjara fyrir framan eldhúsið sem fór í gang og tíma og ótíma ef stórverk voru í gangi á eldavélinni, eða bara ef maður var að strauja! Var algjörlega ofvirkur hitaskynjari, en ég færði hann inn í eitt svefnherbergið og setti upp annan í holinu sem er líklegast jónískur. Sá hefur steinþagað síðan þó að búið sé að steikja lummur og fleira góðgæti með tilheyrandi brælu og hita frá eldhúsinu... Þú ert hérmeð boðinn í lummur við tækifæri... :-))

Björn Jóhann Björnsson, 25.11.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: ÖSSI

Þetta er einmitt málið...þeir jónísku fara í gang við hitastrauma eins og þegar ofn er opnaður. Ég myndi ekki treysta honum í svefnherberginu hjá ykkur farið frekar með hann í förgun og verðið ykkur út um optískan skynjara til að setja í svefnherbergin...öll herbergin. Ef þessi nýji þegir þá er ekki ólíklegt að hann sé optískur þ.e ef hann er á sama stað og sá gamli (eða þá hann sé ekki í gangi:)

Varðandi lummuboðið þá hef ég verið á leiðinni í aðventukaffi hjá ykkur í langan tíma það er bara aldrei að vita nema maður láti bara verða af því..þið eigið nátturulega eftir að hitta peyjann eftir að hann varð aðeins stálpaðri. En ég er til nánast hvenær sem er...í lummukaffi þ.e..

ÖSSI, 25.11.2008 kl. 21:56

5 identicon

Nú er ég reyndar hættur að skilja, Össi, hvort er það jónískt eða optískt sem fer í gang við hitastrauma? Leyfi mér að fullyrða að sá sem ég sett upp í holinu, fyrir framan eldhúsið, er jónískur (Henti reyndar pakkanum og segi þetta eftir minni) Búinn að prófa að hann er í gangi. Það þarf bara að leysa úr þessu dularfulla máli með því að koma´i kaffi. Hér er amk mikill og góður heimilisfriður eftir að ég færði þessa skynjara til. kv bjb

ps. hvernig gengur annars Arsenal í deildinni?

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband