Mikill missir fyrir íslenskt golf..

Ég var svo heppinn að fá að æfa undir stjórn Staffans í nokkur ár og síðan vinna með honum að unglingamálum. Ég verð að segja að Staffan er alveg einstakur golfkennari, persóna og vinur. Hans mun verða sárt saknað hér á Íslandi af þeim sem unnið hafa með honum. Hann tekur þó nú við mjög spennandi verkefni í Finnlandi og ef ég þekki hann rétt þá verður hann feginn að losna við ferðalögin hingað upp til Íslands.

Þrátt fyrir allt þá var ég nú ekki alltaf sammála Staffani. Ég var til dæmis ósammála því að atvinnumenn fengju að leika á mótaröð áhugamanna, landsmótum og sveitakeppnum. Þetta er kallað á norðurlöndum "open golf". Það eru ekki mörg lönd í heiminum sem leyfa atvinnumönnum að keppa við áhugamenn. Oft var maður nú ekki heldur sammála vali í landsliðin en hver er svosem sammála vali í landslið...alltaf umdeilt...

Ég hefði viljað sjá val í landsliðin byggð meira á spilamennsku en hvað getur maður sagt þegar árangur næst.

Besti árangur Íslands í golfi náðist undir stjórn Staffans en það var 4 sætið á EM 2002 ef ég man rétt.(ekki viss)

 


mbl.is Staffan hættir sem landsliðsþjálfari í golfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 540

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband