Hvað er sterk eiginfjárstaða?

Nú er ég á engan hátt mikill fjármálaspekúlant eiginlega síður en svo. Þess vegna er mér hugsað til þessara tveggja hugtaka lausafjárstaða og eiginfjárstaða. Hvað þýða þessi hugtök...

Rétt áður en allt fór til fjandans þá komu forráðamenn bankanna og lofuðu það hversu sterkur bankinn væri. Þar man ég að mikið var talað um sterka eiginfjárstöðu bankanna og á móti að lausafjármarkaðir væru erfiðir. Eftir að ríkið ákvað að kaupa 75% í Glitni þá var talað um að bankinn væri í góðum rekstri og ætti um 200 miljarða eiginfjár. Einnig var talað um að staða hinna bankana væri líka sterk hvað varðaði eiginfjárstöðu..

Þar sem ég er ekki menntaður í hagfræði eða viðskiptafræði þá var ég að reyna að gera mér grein fyrir því hvað það þýðir að vera með sterka eiginfjárstöðu. Ég hef alltaf skilið það þannig að þetta þýddi að bankinn ætti eignir umfram skuldir. Þetta átti við um alla bankana.

Með þetta að leiðarljósi þá er maður að reyna að skilja allar þessar lántökur hjá ríkinu. Ég hélt að þetta væri bara mjög einfalt þ.e selja eignir og greiða upp skuldir þar sem eiginfjárstaðan var svo svakalega góð.

Miðað við umræðu síðustu daga þá finnst mér eins og ríkið hafi verið í ábyrgð fyrir þessu öllu þ.e tekið ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis. Ég geri mér grein fyrir því að einhverjar lögbundnar skuldbindingar liggja fyrir en það getur ekki átt við alla þessa þúsundi miljarða.

Fyrir þetta var ríkissjóður skuldlaus en eftir þetta ævintýri skuldum vafinn geri ég ráð fyrir. Fyrir hvað standa þessar skuldir þá ef bankarnir áttu svona mikinn pening?

Spyr sá sem ekki veit....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband