Sunnudagur, 9. maí 2010
Ertu heiðarlegur eða heiðarleg...?
Heiðarleiki er kostur sem ég met afar mikils. Það hefur verið mikið í umræðunni eftir allt fjármálahrunið að Íslendingar séu ekki heiðarlegir. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað veldur en sumir vilja meina að þetta sé vegna þess að við séum afsprengi glæpavíkinga sem urðu eftir á lítilli eldfjallaeyju á norðurhjara veraldar og séum svona þess vegna. Ekki ætla ég að dæma um það hvort eitthvað sé til í því.
Ef við spyrjum okkur, hvað er heiðarleiki? Er ég heiðarlegur? Hvað þarf maður að gera til að vera heiðarlegur? Að mínu mati er heiðarleiki ákveðin leið í lífinu. Heiðarleiki snýst um það að vera sjálfsgagnrýnin og vera stöðugt að taka þessa gagnrýni til greina. Ég ætla að taka hér tvö stutt dæmi um það hvernig skortur á heiðarleika getur komið út í mjög venjulegum aðstæðum.
Ef við byrjum á því að skoða hlut sem mörgum finnst afskaplega ómerkilegur og skipta litlu máli. Þetta er sá merkilegi hlutur að ganga eftir göngustígum. Ef þú horfir á þig inná við og spyrð þig hvort þú gangir alltaf eftir göngustígum eins og þeir eru lagðir. Skiptir kannski ekki gríðarlegu máli en engu að síður er þetta svona smá grunnur af því að vera heiðarlegur. Það er ástæða fyrir því að göngustígurinn var lagður á þennan hátt. Oftar en ekki til að hlífa gróðri eða í öryggisskyni. Hér eru kannski engin lög brotin ef gengið er utan stíga en það er kannski hugsunin hjá okkur sem fær mig til að hugsa. Finnst okkur allt í lagi að gera ekki eins og til er ætlast af okkur? Finnst okkur þá allt í lagi að sveigja aðrar reglur eða lög.
Annað dæmi sem vert er að nefna sem er einnig lítilvægilegt en engu að síður mál sem snýr að umferðarlögum. Göngum við yfir gangbraut á rauðu ljósi? Finnst okkur það allt í lagi? Ef við göngum yfir gangbraut á rauðu ljósi þá erum við að brjóta lög. Finnst okkur allt í lagi að brjóta þessi lög? Eða ætlum við að velja okkur lögin til að brjóta? Finnst okkur þá allt í lagi að brjóta önnur lög?
Ég er algjörlega á því að þarna byrjar þetta þ.e í þessari grunn hegðun sem síðan smitar upp í stærri og mikilvægari aðgerðir. Ef við fylgjum ekki lítilvægari lögum og reglum þá hættir okkur til að draga þau stærri niður líka. Það er staðreynd. Reynum að líta í eigin barm og hugsa á hverjum degi er ég heiðarlegur, er ég að fylgja leiðbeiningum og reglum þannig munum við sjá nýtt og heiðarlegt Ísland þar sem fólk ber virðingu fyrir lögum og reglum. Og ekki gleyma að oftar en ekki eru lítil augu að fylgjast með okkur og læra af okkur.
Örn Sölvi Halldórsson
Birt í stórborgarblaðinu Feyki á Sauðárkróki í maí 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Hvítþvottur Ingibjargar..
Já og hún ætlar væntanlega að hafna allri ábyrgð á þessu sjálf geri ég ráð fyrir...
Hennar flokkur var með bankamálin í sínum höndum og fjármálaeftirlitið. Ætlar hún virkilega að hafna því að hún eða hennar flokkur hafi nokkuð haft með þetta að gera?
Það lítur allt út fyrir það.....
IMF varaði við í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Það er enn bullandi pólitík í þessu...
Seðlabankafrumvarpið úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Flottur kallinn!
Stefán Már efstur eftir fyrsta hring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Er nú allt í einu leynd í lagi?
Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Á samfylking ekki að víkja líka?
Mótmæli á Austurvelli í 19. sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Vanvirðing við geðsjúka..
Þetta er alveg hreint með ólíkindum. Myndu þessir ágætu herrar voga sér að loka á fólk sem er fótbrotið, tognað, bakveikt o.s.frv með fullri virðingu fyrir þeim sem þurfa að eiga við einhver mein. Nei líklega ekki...það er alltaf ráðist að sjúkdómum sem sjást ekki á fólki og menn halda ennþá sýnist mér að hlutirnir reddist bara þar sem það sjái ekki á fólki...Myndi það líðast að sjá fólk fótbrotið koma að lokuðum dyrum og sagt að bíða? Nei ekki sjens...
Það virðist vera þannig í þessu blessaða þjóðfélagi að sumir sjúkdómar eru taldir æðri en aðrir og mér sýnist vera litið á geðsjúkdóma sem léttvæga sem sífellt má skera niður og loka deildum. Menn eru líklega ekki að átta sig á því að sumir geðsjúkdómar eru lífshættulegir janfvel hættulegri en sum krabbamein.....myndu menn loka krabbameinsdeild...Nei alveg örugglega ekki....
Það er allt sem segir að nú þurfi nauðsynlega að huga að geðsjúkum, það eru allar aðstæður í þjóðfélaginu núna sem ýta undir geðsjúkdóma. Fólk er í peningavandræðum, það er mikið skammdegi og ekkert nema neikvæð umræða í öllum fjölmiðlum.
Maður verður bara reiður að sjá svona fréttir....
Uppsagnir á geðdeild FSA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27. desember 2008
Byrjað á röngum enda...
Laun ráðamanna lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. desember 2008
Því miður enn of hátt..
Forstjóri Landsbankans lækkar í launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Hann á afmæli í dag...
Halldór Óli er lítill kátur drengur,
Hugsar mikið um sinn hag,
Fyrir okkur mikill fengur,
Hann á afmæli í dag.
ÖSH
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Björn Jóhann Björnsson
- Karl Jónsson
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Bó
- Gísli Tryggvason
- Andrea Anna Arnardóttir
- Björgvin Ólafur Gunnarsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gísli Foster Hjartarson
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Hrannar Baldursson
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sverrir Stormsker
- Viggó H. Viggósson
Tenglar
Mínir tenglar
- Kylfingur.is Allt um golf...
- Golf.is Heima síða GSÍ
- Skagafjordur.com Fréttir að heiman..
- Vedur.is Allt um veðrið
- grgolf.is Allt um golfið í klúbbnum mínum, GR,
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar