Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 17. september 2008
Ryderinn að byrja!
Jæja þá er að hefjast sú keppni sem dregur mig meira að sjónvarpinu en aðrar keppnir. Þetta er sjálfur Ryder bikarinn. Nú verður bara tjaldað í sófanum alla helgina með snakk og gos og glápt á imbann af miklum spenningi.
Þetta verður án efa mjög spennandi í ár og held ég að USA verði sterkir á heimavelli og sennilega óvenjulega mikil samstaða í þeirra hópi þar sem Tiger er ekki með. Hann verður víst í símanum og segir mönnum hvað þeir eiga að gera. Ég hef náttúrulega tröllatrú á Evrópu liðinu eins og oft áður og þar verða fremstir í flokki Garcia, Westwood og Harrington.
Ég og Andrea dóttir mín erum búin að taka frá sófann og ætlum að koma hinum meðlimum fjölskyldunnar í fóstur um helgina svo ekki verði ónæði á þessari heilögu stund.
Annars er ég nýkominn úr landi golfsins, Skotlandi. Þar var ég í sannkallaðri golfferð ásamt nokkrum vinum og félögum. Þar voru spilaðir 9 hringir á 6 dögum á frábærum golfvöllum. Þetta var ferð með öllu. Við vorum með bílstjóra sem keyrðí okkur á milli valla í leðurklæddri rútu sem í var bar og nóg á barnum. Ég er ekki frá því að nokkur T hafi runnið niður kverkarnar á milli valla og hótels...
Margir af þessum völlum hafði ég spilað áður þegar ég bjó þarna seint á síðustu öld og það var gríðarlega gaman að koma aftur á þessa velli og spila. Vellirnir sem við fórum á voru í tímaröð, Carnoustie, Craighead, Balcomie, Lundin links, Scottscraig, St.Andrews Castle og síðan og ekki síst Kingsbarns. Mest var ég hrifinn af Carnoustie enda er það sennilega sá frægasti í pakkanum. Samt sem áður var Castle course alveg svakalega flottur og Kingsbarns reyndar líka. Var reyndar svoldið skúffaður yfir ástandi flata á Kingsbarns en allt í lagi. Spilaði reyndar best á Kingsbarns, 2 undir pari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Það eina rétta!
Þetta er það eina rétta sem hægt er að gera í stöðunni. Hrós til mótanefndar fyrir þessa ákvörðun enda er ekki leikhæft í dag.
Margir hafa verið að tala um það hversvegna hafi ekki verið frestað fram að hádegi og séð svo til. Það hefði í raun ekki þjónað neinum tilgangi þar sem mótið væri hvort sem er komið fram á mánudag þar sem aðeins væri hægt að leika eina umferð í dag ef byrjað væri um hádegi. þá væri síðasta umferðin leikin á mánudaginn hvort sem er. Fínt að fresta þessu alveg í dag og leika þá 2 á mánudag í staðinn.
Þeir sem eru í vinnu geta þá bara farið í sína vinnu í dag og sparað sér einn sumarfrísdag sem kemur sér vel eftir að hafa notað marga þeirra í sumar í golf.
Nú verður bara gaman á morgunn....
Kv örn
Holukeppninni frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Silfur pride...!
Mikið hló ég af honum Gissuri í morgunn þegar hann var að tala um þessa för í opnum vagni niður Laugarveginn í dag. Margir krakkar hafa aldrei séð svona nema á Gay pride þannig að íslenska landsliðið í handbolta verður ábyggilega stimplað sem GAY af mörgum krökkum og unglingum:)...
Til hamingju allir samt sem áður hvort sem þið eruð GAY eða ekki....
Silfurvélin á heimleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Vinstri grænir ekki heilagir!
Ekki eru nú Vinstri grænir meira heilagir í spillingarmálum en svo að nú var að koma í ljós að nefndarmeðlimur í samgöngunefnd frá VG gisti á kostnað skattgreiðenda á lúxushóteli í Reykjavík. Það er kannski hart hjá mér að kalla þetta spillngu þar sem maðurinn var í vinnunni en hvað með það. Heldur er ég hræddur um að eitthvað hefði heyrst í hinum græna formanni VG ef ekki hefði verið fyrir mann úr hans flokki.
Eitthvað var hinn græni formaður að hnýta í menntamálaráðherra nú í morgunn um þessar blessuðu Kína ferðir. Ekki hvarflar að manninum að gera athugasemdir við ferðalög Forseta Íslands enda samflokksmaður hans úr gamla alþýðubandalaginu.
Ég tek nú bara hatt min ofan fyrir því að menntamálaráðherra hafi hreinlega nennt að leggja þetta á sig til að styðja við bakið á okkar mönnum í annað eins er nú eytt.
kv örn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Athyglisvert!
Þetta er svoldið athyglisverð frétt og mörgum kann að finnast þetta vera ofríki mótaraðarinnar. Ef við spáum aðeins í þessa hluti og setjum þetta í annað samhengi þá er mótaröðin ekkert annað en fyrirtæki með starfsmenn í vinnu. Kylfingarnir eru í vinnu hjá mótaröðinni og koma oft fram sem fulltrúar "fyrirtækisins". Því er kannski ekkert skrítið að "vinnuveitandinn" fari fram á að "starfsmaðurinn" kunni það tungmál sem talað er í "fyrirtækinu".
Á bandarísku PGA mótaröðinni eru líka menn sem tala litla sem enga ensku og hafa verið að vinna mót, má þar nefna KJ Choi, Angel Cabrera og Andres Romero. Ég veit að blaðamenn í USA eru ekki sáttir við að þurfa að tala við túlk í viðtölum við kylfingana. Angel Cabrera varð meira að segja bandarískur meistari á US open.
Þetta er alltaf spurning en ef ég væri að reka þjónustufyrirtæki ja...til dæmis hérna á Íslandi þá er alveg klárt mál að íslensku kunnátta væri frumskilyrði hjá mér. Það er svoldið skrítið að fara út að borða í Reykjavík og þurfa að gera sína pöntun á erlendu tungumáli. Þetta er svosem ekkert mál fyrir mig persónulega en það er fullt af fólki sem talar ekki erlent tungumál og er því í vondum málum í sínu eigin föðurlandi.
Ég er á engan hátt rasisti eða útlendingahatari en ég geri þá kröfu að þeir ágætu útlendingar sem setjast hér að geri sitt besta til að læra málið og koma sér inní þann "kúltúr" sem viðgengst í landinu. Ekki bara okkar vegna heldur fyrst og fremst þeirra vegna. Ég hef unnið með mörgu frábæru fólki sem hægt er að kalla innflytjendur. Það fólk hefur allt átt það semeiginlegt að tala íslensku og er á allan hátt til fyrirmyndar í okkar samfélagi.
Kv örn
Enska skal það vera heillin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Fá stjórarnir ekki nóg borgað?
Ég geri ráð fyrir að "stjórarnir" fái lítið útborgað á þessu ári....eða eru þeir ekki árangurstengdir? Þeir hljóta að fá gíróseðil í launaumslagið...Þegar vel gekk þá var endalaust talað um að þeir væru svo svakalega góðir rekstrarmenn að þeir þyrftu að fá tugi miljóna í laun á mánuði. Hvernig ætla þeir að verja launin núna þegar buxurnar eru á hælunum.
Þeir tala um erfið ytri skilyrði á markaði og rekja megi tapið til þess en er þá ekki líka hægt að rekja hagnaðinn 2006 og 2007 til mjög góðra skilyrða á markaði en ekki til góðrar stjórnunnar....ég bara spyr.
Mér finnst þetta alveg hreint með ólíkindum hvað menn geta endalaust varið alla hluti og haldið að fólk sé fífl....eða er fólk kannski fífl. Ég spyr mig oft þessarar spurningar þar sem við höldum áfram að skipta við fyrirtæki sem virðast haga sér óábyrgt í fjármálum....málið er kannski það að stjórarnir vita að fólk er orðið háð bönkunum og getur ekkert annað farið þrátt fyrir óánægju.
Nú kemur í ljós hversu klárir þessir menn eru þegar á móti blæs. Ef vel gengur í mótlæti þá svíður það mig ekki þó þeir fái sæmilega borgað...
Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 4,6 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Oh my ......
Jahérna...
þetta kemur nú nokkuð mikið á óvart verð ég að segja. Það er nú ekki á hverjum degi sem erkifjendurnir Arsenal og ManUtd skipta á leikmönnum. Eins og alltaf þá verður maður bara að treysta Wenger. Ég er nú samt ekki að hoppa hæð mína en sjáum til...
Silvestre í raðir Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Gott mál en betur má ef duga skal!
Ég er einn af þeim heppnu sem get ferðast með strætó án þess að þurfa að skipta um vagn á miðri leið. Mér finnst þetta algjör lúxus að nota þennann samgöngumáta. Fyrst var ég svoldið efins hvort þetta myndi endast hjá mér en nú er ég búinn gera þetta síðan um áramót og var rétt í þessu að kaupa mér bláa kortið. Ég er að borga um það bil 3000 kr á mánuði fyrir strætókort sem telst nú ekki mikið á þessum síðustu og verstu tímum. Einnig reyni ég að nota Strætó eins mikið og ég get fyrir utan í og úr vinnu. Stundum förum við hjónin til dæmis út að borða og tökum þá strætó niður í bæ fáum okkur nokkra öl með matnum og tökum svo strætó heim aftur..mjög þægilegt...
Það eru reyndar ekki allir svona heppnir eins og tildæmis veit ég um einn sem kemur ofan af Skaga og þarf að skipta þrisvar sinnum um vagn á leiðinni. Fólk í nágrannasveitarfélögum eiga líka oft erfitt með að ferðast með strætó vegna mikils tíma sem í þetta fer.
Mér finnst að Strætó ætti einmitt nú að hamra stálið þegar olíuverð er í hæstu hæðum og mjög ópraktískt að nota einkabílinn og hvetja til notkunar almenningsvagna. Það að fækka ferðum í sumar var ekki til að auka áhuga fólks á Strætó.
Ég hvet alla sem geta að prófa þetta. Fáið ykkur lítið vasaútvarp eða setjið "headphone" á símann ef hann er með útvarpi og byrjið að labba og ferðast áhyggjulaust með strætó. Ódýrt, þægilegt og vistvænt.
Kv örn
Strætóferðum fjölgar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Virðing við Lögreglu!
Nú er umtalað að lögreglumaður hafi verið svo vondur við strák á Subway í gær þegar hann var að gera sér það að leik að kitla hann með röri. DV skellir þessu upp sem einhverri hneisu af hálfu lögreglunnar eins og við er að búast af þeim fjölmiðli ef fjölmiðil skyldi kalla.
Mér er spurn, finnst fólki bara allt í lagi að stríða laganna vörðum? Mér finnst þetta bara alls ekki í lagi og er mjög ánægður með viðbrögð lögreglumannsins. Fólk verður að virða valdstjórnina ef samfélagið á að virka. Það að kitla lögreglumann með röri er ekki merki um virðingu.
Ef menn komast upp með svona skrílslæti þá fer illa og þetta mun vinda upp á sig og lög og reglur verða aðhlátursefni áður en langt um líður. Segum sem svo að lögreglumaðurinn hafi brugðist við með þeim hætti að taka undir þetta með því að grínast með þá er viðkomandi sem framkvæmir að komast upp með verknaðinn.
DV.is skellir þessu upp á forsíðu með frásögn eins manns eins og þeim er einum lagið. Fyrirsögnin hefði allt eins getað verið"UNGLINGUR VANVIRÐIR LÖGRELGUMANN SEM VAR AÐ FÁ SÉR AÐ BORÐA" en þeir kjósa að draga taum þeirra sem vanvirða lögreglumanninn. Kemur kannski ekki á óvart....
Ekki er ég lögreglumaður en ég þykist vera löghlýðinn borgari sem ber virðingu fyrir lögreglunni sem og öðrum.
kv örn
Bloggar | Breytt 18.8.2008 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Ekki fara frá Arsenal!
Enn fellur frægðarsól Reyes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Björn Jóhann Björnsson
- Karl Jónsson
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Bó
- Gísli Tryggvason
- Andrea Anna Arnardóttir
- Björgvin Ólafur Gunnarsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gísli Foster Hjartarson
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Hrannar Baldursson
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sverrir Stormsker
- Viggó H. Viggósson
Tenglar
Mínir tenglar
- Kylfingur.is Allt um golf...
- Golf.is Heima síða GSÍ
- Skagafjordur.com Fréttir að heiman..
- Vedur.is Allt um veðrið
- grgolf.is Allt um golfið í klúbbnum mínum, GR,
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar