Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Virðing við Lögreglu!
Nú er umtalað að lögreglumaður hafi verið svo vondur við strák á Subway í gær þegar hann var að gera sér það að leik að kitla hann með röri. DV skellir þessu upp sem einhverri hneisu af hálfu lögreglunnar eins og við er að búast af þeim fjölmiðli ef fjölmiðil skyldi kalla.
Mér er spurn, finnst fólki bara allt í lagi að stríða laganna vörðum? Mér finnst þetta bara alls ekki í lagi og er mjög ánægður með viðbrögð lögreglumannsins. Fólk verður að virða valdstjórnina ef samfélagið á að virka. Það að kitla lögreglumann með röri er ekki merki um virðingu.
Ef menn komast upp með svona skrílslæti þá fer illa og þetta mun vinda upp á sig og lög og reglur verða aðhlátursefni áður en langt um líður. Segum sem svo að lögreglumaðurinn hafi brugðist við með þeim hætti að taka undir þetta með því að grínast með þá er viðkomandi sem framkvæmir að komast upp með verknaðinn.
DV.is skellir þessu upp á forsíðu með frásögn eins manns eins og þeim er einum lagið. Fyrirsögnin hefði allt eins getað verið"UNGLINGUR VANVIRÐIR LÖGRELGUMANN SEM VAR AÐ FÁ SÉR AÐ BORÐA" en þeir kjósa að draga taum þeirra sem vanvirða lögreglumanninn. Kemur kannski ekki á óvart....
Ekki er ég lögreglumaður en ég þykist vera löghlýðinn borgari sem ber virðingu fyrir lögreglunni sem og öðrum.
kv örn
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Björn Jóhann Björnsson
- Karl Jónsson
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Bó
- Gísli Tryggvason
- Andrea Anna Arnardóttir
- Björgvin Ólafur Gunnarsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gísli Foster Hjartarson
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Hrannar Baldursson
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sverrir Stormsker
- Viggó H. Viggósson
Tenglar
Mínir tenglar
- Kylfingur.is Allt um golf...
- Golf.is Heima síða GSÍ
- Skagafjordur.com Fréttir að heiman..
- Vedur.is Allt um veðrið
- grgolf.is Allt um golfið í klúbbnum mínum, GR,
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
MIkið er ég innilega sammála þér kæri sveitungi, að virðing fólks fyrir störfum lögreglumanna fer þverrandi og til að kasta olíu á eldinn reynir DV að lyfta þessum aðilum upp á hærra plan og taka málstað þeirra. Alveg óþolandi.
Ég fyllist lotningu þegar ég sé Munda löggu og manni dettur ekki í hug að fara að pirra hann í sínum störfum það er alveg á hreinu.
Karl Jónsson, 18.8.2008 kl. 15:37
Og aftur er ég innilega sammála þér, Össi, þetta er náttúrlega bara fáranlegt hvernig þetta er sett fram. Þetta er svo mikil firring að það hálfa væri nóg.
En að öðru...þarftu ekki að fara að dusta rykið af gítarnum og bjóða til teitis? ;)
Kv. Úlla
Úlla (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.