Fá stjórarnir ekki nóg borgað?

Ég geri ráð fyrir að "stjórarnir" fái lítið útborgað á þessu ári....eða eru þeir ekki árangurstengdir? Þeir hljóta að fá gíróseðil í launaumslagið...Þegar vel gekk þá var endalaust talað um að þeir væru svo svakalega góðir rekstrarmenn að þeir þyrftu að fá tugi miljóna í laun á mánuði. Hvernig ætla þeir að verja launin núna þegar buxurnar eru á hælunum.

Þeir tala um erfið ytri skilyrði á markaði og rekja megi tapið til þess en er þá ekki líka hægt að rekja hagnaðinn 2006 og 2007 til mjög góðra skilyrða á markaði en ekki til góðrar stjórnunnar....ég bara spyr.

Mér finnst þetta alveg hreint með ólíkindum hvað menn geta endalaust varið alla hluti og haldið að fólk sé fífl....eða er fólk kannski fífl. Ég spyr mig oft þessarar spurningar þar sem við höldum áfram að skipta við fyrirtæki sem virðast haga sér óábyrgt í fjármálum....málið er kannski það að stjórarnir vita að fólk er orðið háð bönkunum og getur ekkert annað farið þrátt fyrir óánægju.

Nú kemur í ljós hversu klárir þessir menn eru þegar á móti blæs. Ef vel gengur í mótlæti þá svíður það mig ekki þó þeir fái sæmilega borgað...

 


mbl.is Sparisjóður Mýrarsýslu tapaði 4,6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband