Athyglisvert!

Þetta er svoldið athyglisverð frétt og mörgum kann að finnast þetta vera ofríki mótaraðarinnar. Ef við spáum aðeins í þessa hluti og setjum þetta í annað samhengi þá er mótaröðin ekkert annað en fyrirtæki með starfsmenn í vinnu. Kylfingarnir eru í vinnu hjá mótaröðinni og koma oft fram sem fulltrúar "fyrirtækisins". Því er kannski ekkert skrítið að "vinnuveitandinn" fari fram á að "starfsmaðurinn" kunni það tungmál sem talað er í "fyrirtækinu".

Á bandarísku PGA mótaröðinni eru líka menn sem tala litla sem enga ensku og hafa verið að vinna mót, má þar nefna KJ Choi, Angel Cabrera og Andres Romero. Ég veit að blaðamenn í USA eru ekki sáttir við að þurfa að tala við túlk í viðtölum við kylfingana. Angel Cabrera varð meira að segja bandarískur meistari á US open.

Þetta er alltaf spurning en ef ég væri að reka þjónustufyrirtæki ja...til dæmis hérna á Íslandi þá er alveg klárt mál að íslensku kunnátta væri frumskilyrði hjá mér. Það er svoldið skrítið að fara út að borða í Reykjavík og þurfa að gera sína pöntun á erlendu tungumáli. Þetta er svosem ekkert mál fyrir mig persónulega en það er fullt af fólki sem talar ekki erlent tungumál og er því í vondum málum í sínu eigin föðurlandi.

Ég er á engan hátt rasisti eða útlendingahatari en ég geri þá kröfu að þeir ágætu útlendingar sem setjast hér að geri sitt besta til að læra málið og koma sér inní þann "kúltúr" sem viðgengst í landinu. Ekki bara okkar vegna heldur fyrst og fremst þeirra vegna. Ég hef unnið með mörgu frábæru fólki sem hægt er að kalla innflytjendur. Það fólk hefur allt átt það semeiginlegt að tala íslensku og er á allan hátt til fyrirmyndar í okkar samfélagi.

Kv örn


mbl.is Enska skal það vera heillin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband