Miðvikudagur, 17. september 2008
Ryderinn að byrja!
Jæja þá er að hefjast sú keppni sem dregur mig meira að sjónvarpinu en aðrar keppnir. Þetta er sjálfur Ryder bikarinn. Nú verður bara tjaldað í sófanum alla helgina með snakk og gos og glápt á imbann af miklum spenningi.
Þetta verður án efa mjög spennandi í ár og held ég að USA verði sterkir á heimavelli og sennilega óvenjulega mikil samstaða í þeirra hópi þar sem Tiger er ekki með. Hann verður víst í símanum og segir mönnum hvað þeir eiga að gera. Ég hef náttúrulega tröllatrú á Evrópu liðinu eins og oft áður og þar verða fremstir í flokki Garcia, Westwood og Harrington.
Ég og Andrea dóttir mín erum búin að taka frá sófann og ætlum að koma hinum meðlimum fjölskyldunnar í fóstur um helgina svo ekki verði ónæði á þessari heilögu stund.
Annars er ég nýkominn úr landi golfsins, Skotlandi. Þar var ég í sannkallaðri golfferð ásamt nokkrum vinum og félögum. Þar voru spilaðir 9 hringir á 6 dögum á frábærum golfvöllum. Þetta var ferð með öllu. Við vorum með bílstjóra sem keyrðí okkur á milli valla í leðurklæddri rútu sem í var bar og nóg á barnum. Ég er ekki frá því að nokkur T hafi runnið niður kverkarnar á milli valla og hótels...
Margir af þessum völlum hafði ég spilað áður þegar ég bjó þarna seint á síðustu öld og það var gríðarlega gaman að koma aftur á þessa velli og spila. Vellirnir sem við fórum á voru í tímaröð, Carnoustie, Craighead, Balcomie, Lundin links, Scottscraig, St.Andrews Castle og síðan og ekki síst Kingsbarns. Mest var ég hrifinn af Carnoustie enda er það sennilega sá frægasti í pakkanum. Samt sem áður var Castle course alveg svakalega flottur og Kingsbarns reyndar líka. Var reyndar svoldið skúffaður yfir ástandi flata á Kingsbarns en allt í lagi. Spilaði reyndar best á Kingsbarns, 2 undir pari.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Björn Jóhann Björnsson
- Karl Jónsson
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Bó
- Gísli Tryggvason
- Andrea Anna Arnardóttir
- Björgvin Ólafur Gunnarsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gísli Foster Hjartarson
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Hrannar Baldursson
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sverrir Stormsker
- Viggó H. Viggósson
Tenglar
Mínir tenglar
- Kylfingur.is Allt um golf...
- Golf.is Heima síða GSÍ
- Skagafjordur.com Fréttir að heiman..
- Vedur.is Allt um veðrið
- grgolf.is Allt um golfið í klúbbnum mínum, GR,
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.