Tæknileg mistök!

Ég er á því að Faldo hafi þarna gert ákeðin tæknileg mistök. Hann setur Garcia út fyrst í þeirri von að fá inn stig snemma en því miður þá hefur Garcia ekki unnið nema 1 singles leik í Ryder cup frá upphafi ef ég man rétt. Síðan setur hann fallbyssurnar síðasta út þ.e Westwood og Harrington sem áttu ekki gott mót.

Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá en það var alltaf sá möguleiki að þessir "lykil" leikir myndu ekki skipta máli. Ég hefði sent Poulter út fyrst og haft fyrri hlutann sterkari. Það kom svo á daginn að leikirnir sem Westwood og Harrington spiluðu skiptu engu máli þar sem USA voru búnir að tryggja sér sigur áður en til þeirra kom. Sú uppstilling sem Faldo fór af stað með hefði alveg haldið ef liðin hefðu verið jöfn að stigum fyrir loka daginn en svo var ekki.

Annað sem hann gerði í foursomes leikjunum var að leika Karlson en hvíla Garcia. Þarna held ég að hann hafi átt að gera öfugt þ.e hvíla Karlsson og spila Garcia með Westwood þeir hafa náð vel saman í gegnum tíðina. Karlsson er alger fugla maskína og á klárlega að spila fourball leikina en ekki foursomes. Eins átti hann að nota Wilson í foursomes þar sem maðurinn hittir allar brautir sem er jú gríðarlega mikilvægt í foursomes.

Annars er lítið um "veika" leikmenn í Ryder cup flestir eru þeir jú mjög sterkir en hafa mismikla virðingu frá andstæðingnum og missterkir á andlega sviðinu.

Annars var alveg fáranlegt hvað var spilað gott golf þarna. Menn voru að sýna tölur eins og 7 undir á 10 holum hjá Karlson og síðan 29 högg á fyrri 9 hjá Boo Weekly. Völlurinn var settur upp frekar léttur lítið sem ekkert röff, brautir mjög breiðar og holustaðsetningar frekar léttar. Þetta þýðir bara fáranlega gott skor......sem er jú alveg fínt. Mér finnst persónulega skemmtilegra að sjá kylfinga strögla svoldið manni líður betur með sjálfan sig sem kylfing....

 Kv örn

 


mbl.is Engin eftirsjá hjá Nick Faldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband