Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Smá auka hugleiðingar er varða brunavarnir...
Þar sem ég þekki töluvfert mikið inná brunavarnarmál og reykskynjun þá langaði mig aðeins að senda ykkur smá leiðbeiningar er varða reykskynjara. Það var umræða um þetta í blöðunum núna í vikunni og þetta er aldrei of oft kveðið...
Hvort á ég að velja Jónískan eða Optískan skynjara.....
Í gegnum tíðina þá hefur sala á jónískum skynjurum verið um 90%. Nánast eingöngu vegna þess að þeir eru ódýrari. Vandamálið við jóníska reykskynjara er það að þeir skynja ekki kaldann reyk. Hvað er kaldur reykur? Kaldur reykur er reykur sem er líklegastur til að deyða fólk í svefni sem vöku. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hafa alltaf optískan skynjara í þeim rýmum sem fólk sefur. Það er ekki nóg að hafa einn á svefnherbergisgangi heldur á að vera einn í hverju herbergi. Jónískur skynjari myndi til dæmis ekki fara í gang fyrr en fólk í sama rými væri að öllum líkindum látið úr reykeitrun.Framleiðsla á jónískum reykskynjurum hefur dregist mjög saman á undanförnum árum og sumir framleiðendur framleiða þá ekki lengur. Hægt er að þekkja jónískan skynjara þannig að í honum er geislavirkt efni og merki um það á honum. Annað merki um að þið séuð með jónískan skynjara er ef hann er stöðugt að fara í gang við það eitt að opna ofn eða rista brauð til dæmis. Þá er líklega um jónískan skynjara að ræða.
Hvar á ég að staðsetja reykskynjara....
Eins og ég nefndi hér að ofan þá eiga að vera optískir reykskynjarar þar sem fólk sefur. Það eitt og sér er ekki nóg ef hann er ranglega staðsettur. Skynjarinn má ekki ver of nálægt vegg eða á vegg. Hann skal vera að lágmarki 50 cm frá vegg í loftinu. Best er að hafa hann í miðju lofti. Önnur rými sem gott er að hafa reykskynjun er í bílskúr, þvottahúsi og sjónvarpsherbergi eða stofu. Einhver skildi spyrja um hvort ekki sé ráðlegt að hafa reykskynjara í eldhúsi? Ég segi við fólk að hafa skynjarann ekki inní eldhúsinu heldur kannski rétt fyrir utan þannig að hann sé ekki að fara mikið í gang að óþörfu.
Rafhlöðuending reykskynjara....
Ég ráðlegg öllum að skipta um rafhllöðu í skynjurunum einu sinni á ári. Gott að miða við að skipta um fyrir jólin þannig að nýjar rafhlöður séu í skynjaranum um jól og áramót.
Ending reykskynjara....
Venjulegur heimilisskynjari endist ekki lengur en 10-12 ár að hámarki og jafnvel styttra. Því er mælt með að skipt sé um skynjara á 10 ára fresti. Rétt er að benda á að ekki má henda jónískum skynjurum beint í ruslið heldur þarf að farga honum af fagmönnum þar sem í honum eru geislavirk efni.
Ekki sætta ykkur við að skynjarinn sé að fara í gang í tíma og ótíma (falskt öryggi).....
Ef skynjarinn er að fara í gang í tíma og ótíma þá á ekki að sætta sig við það. Líklegt er að annað hvort sé um ranga tegund að ræða eða röng staðsetning.
Heilræði....
Optískur reykskynjari mun í 95% tilvika bjarga meiru en jónískur þannig að ég ráðlegg ykkur að kaupa optískan skynjara þrátt fyrir að hann sé aðeins dýrari. Ef þið eigið nýjan jónískan þá getið þið fært hann fram í skúr þar sem hann gæti komið sér vel...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Björn Jóhann Björnsson
- Karl Jónsson
- Golfklúbbur Sauðárkróks
- Bó
- Gísli Tryggvason
- Andrea Anna Arnardóttir
- Björgvin Ólafur Gunnarsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gísli Foster Hjartarson
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Hrannar Baldursson
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sverrir Stormsker
- Viggó H. Viggósson
Tenglar
Mínir tenglar
- Kylfingur.is Allt um golf...
- Golf.is Heima síða GSÍ
- Skagafjordur.com Fréttir að heiman..
- Vedur.is Allt um veðrið
- grgolf.is Allt um golfið í klúbbnum mínum, GR,
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 715
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.