Allt tryggt nema flest!

Alveg er þetta dæmigert fyrir tryggingafélögin í landinu. Þegar á hólminn er komið er nánast ekkert tryggt. Maður spyr sig stundum hvers vegna maður er að borga þessar tryggingar.
mbl.is Fæst tjónin bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki þetta endalausa væl sem byrjar alltaf eftir svona hvelli.  Mér finnst bara sjálfsagt að fólk sem nennir ekki að halda eignum sínum við eða tekur ekki mark á ráðleggingum um að hreinsa niðurföll, borgi bara sitt tjón sjálft.  Ég er a.m.k. á móti því að  tryggingafélög séu að halda hrörlegum húsum við fyrir mín iðgjöld.

Ari (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: ÖSSI

Já ég get nú verið sammála flestu hjá honum Ara. Enda var enginn að tala um hrörleg hús. Það er líka hægt að spyrja sig hversvegna fólk er með tryggingar ef ekki fyrir einhverju óvæntu tjóni.

ÖSSI, 18.9.2008 kl. 11:11

3 identicon

Þarna hittirðu naglann á höfuðið. Fólk er nefninlega að tryggja sig fyrir óvæntum tjónum en tjón sem má rekja til lélegs viðhalds eða trassaskapar geta varla talist óvænt og þau eigum við hin ekki að borga fyrir trassana.

Ari (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: ÖSSI

Ég geri ráð fyrir því að fólki haf komið það á óvart að vatn leki inní hús þeirra. Ef fólk hefði vitað að von væri á vatni inní húsið þá myndi það væntanlega gera ráðstafanir. Ef fólk hefði vitað að tré myndi rifna upp með rótum og falla á bíl eða eitthvað annað þá verður að teljast líklegt að það hefði fært bílinn. Það sem gerist óvænt veldur oftar tjóni en það sem búist er við.

Þú talar um að allt fólk sem þarna átti í hlut og lenti í tjóni séu trassar. Alveg örugglega eru einhverjir sem vita upp á sig skömmina en alveg örugglega ekki allir. Ég er alveg sammála þér með það að ekki eigi að borga fyrir "trassana" en trúi því bara ekki að allt þetta fólk sem í þessu lenti séu trassar...

Tryggingafélög eru bara oftar en ekki með belti, axlabönd og í vöðlum þegar kemur að því að greiða út tjón því miður...

ÖSSI, 18.9.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 567

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband