Gott mál en betur má ef duga skal!

Ég er einn af þeim heppnu sem get ferðast með strætó án þess að þurfa að skipta um vagn á miðri leið. Mér finnst þetta algjör lúxus að nota þennann samgöngumáta. Fyrst var ég svoldið efins hvort þetta myndi endast hjá mér en nú er ég búinn gera þetta síðan um áramót og var rétt í þessu að kaupa mér bláa kortið. Ég er að borga um það bil 3000 kr á mánuði fyrir strætókort sem telst nú ekki mikið á þessum síðustu og verstu tímum. Einnig reyni ég að nota Strætó eins mikið og ég get fyrir utan í og úr vinnu. Stundum förum við hjónin til dæmis út að borða og tökum þá strætó niður í bæ fáum okkur nokkra öl með matnum og tökum svo strætó heim aftur..mjög þægilegt...

Það eru reyndar ekki allir svona heppnir eins og tildæmis veit ég um einn sem kemur ofan af Skaga og þarf að skipta þrisvar sinnum um vagn á leiðinni. Fólk í nágrannasveitarfélögum eiga líka oft erfitt með að ferðast með strætó vegna mikils tíma sem í þetta fer.

Mér finnst að Strætó ætti einmitt nú að hamra stálið þegar olíuverð er í hæstu hæðum og mjög ópraktískt að nota einkabílinn og hvetja til notkunar almenningsvagna. Það að fækka ferðum í sumar var ekki til að auka áhuga fólks á Strætó.

Ég hvet alla sem geta að prófa þetta. Fáið ykkur lítið vasaútvarp eða setjið "headphone" á símann ef hann er með útvarpi og byrjið að labba og ferðast áhyggjulaust með strætó. Ódýrt, þægilegt og vistvænt.

Kv örn


mbl.is Strætóferðum fjölgar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Ja ég vildi alla vega ekki þurfa að skipta um þrjá strætóa eftir að hafa fengið mér öl í hádeginu!!

Karl Jónsson, 20.8.2008 kl. 15:09

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér, Örn minn :)

 Kv. Úlla

Úlla (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 15:35

3 Smámynd: ÖSSI

Já þú segir nokkuð Kalli..Ég hef prófað þetta eftir fleiri en 1 og fleiri en 2 ÖL og ég er enn að klóra mér í hausnum hvernig í andsk....ég komst heim....

ÖSSI, 20.8.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband