Á samfylking ekki að víkja líka?

Hvernig er það nú situr annar stjórnarflokkurinn ennþá. Hvernig er það á ekki að mótmæla þangað til Samfylking axlar ábyrgð líka og fer frá völdum. Samfylking var líka á vaktinni þegar allt hrundi.
mbl.is Mótmæli á Austurvelli í 19. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Það held ég ekki....stóðu þeir ekki fyrir þessum mótmælum ásamt VG að megninu til...Var ekki bara mottóið að koma D og Davíð frá....Kveðja

Halldór Jóhannsson, 14.2.2009 kl. 16:10

2 identicon

Þetta eru engar raddir fólksins.  Þetta eru kommar og iðjuleysingjar undir leiðsögn Harðar Stalín Torfa.  Hver nennir að hlusta á þetta skítapakk lengur.  Auðvitað ættu þau að vilja samfylkingu út líka, þeta er bara svo heilalaust að það veit ekkert hverju það er að mótmæla

Baldur (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:24

3 identicon

Samfylkingin var vissulega á vaktinni þegar allt fór til fjandans en hún bjó ekki til regluverkið eða lagasetningarnar sem gerðu þessu kleift að falla í svaðið. Áður en þið stökkvið hæð ykkar þá er ég ekki að tala um EES heldur íslenska löggjöf. Enda lútum við enn íslenskum lögum. Samfylkingin lækkaði heldur ekki bindiskylduna, hún valdi ekki einstaklingana sem fengu bankana gefins og samfylkingin stóð alls ekki fyrir neinum mótmælum. Þess háttar tal eru órökstuddar dylgjur. Eða hvað, hafið þið eitthvað fyrir ykkur í þessu? Getur einhver sýnt fram á það með óyggjandi hætti að VG eða SF hafi staðið fyrir þessum mótmælum?

Og þótt einhverjir afdankaðir kommar eða iðjuleysingjar láti raddir sínar heyrast þá er fáránlegt að fullyrða að allir sem mótmæli falli undir þann hatt. Þetta er móðgun við þau 70% þjóðarinnar sem studdu Búsáhaldabyltinguna (skv. 2 skoðanakönnunum).

Skil ekki svona heimskulegan málflutning. 

Þótt ég sé ekki hrifinn af Samfylkingunni og vitleysingunum sem þar finnast þá held ég nú að við ættum að leyfa þessari minnihlutastjórn að vinna í friði í þann stutta tíma sem hún hefur. 

Og Baldur; stundarðu það að afrita og líma inn heimskulegar athugasemdir hvar sem þú kemur við á Blogginu? Þetta er ekki í fyrsta skiptið í kvöld sem ég rekst á nákvæmlega þessa athugasemd þína...

Hlynur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: ÖSSI

Ok Hlynur, þú segir að SF hafi ekki verið við völd allan þennan tíma sem regluverkið var smíðað...sem er að vísu rétt. Reyndar erum við að taka upp evróputilskipanir sem okkur ber að taka upp samkvæmt EES samningnum, sem einmitt var settur á þegar SF (hét þá Alþýðuflokkurinn)var við völd. Jú það er líka rétt að þetta eru að einhverju leiti íslensk löggjöf sem svo sannarlega var ekki fullkomin, sjálfstæðisflokkurinn var ekki einn í stjórn ef ég man rétt þá voru nú einhverjir aðrir sem tóku ákvarðanir líka sem jú SF er nú í bullandi sammvinu við þ.e Xbé...

Þá spyr ég hversvegna í andsk...brugðust SF ekki við þetta eina og hálfa ár sem þau sátu við stjórn? SF sat alla ríkisstjórnarfundi og tók þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum.

Og ef mótmælendur eru ekki að þrýsta á að SF fari frá þá segir það mér að mótmælendur samanstanda af SF fólki...

Þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta um Sjálfstæðisflokkinn og Davíð og ekkert annað. Málefni skipta ekki máli í þessu samhengi.....það er sorgleg staðreynd..

ÖSSI, 15.2.2009 kl. 12:43

5 identicon

Jú það er vissulega rétt hjá þér Össi að Sjálfstæðisflokkurinn var aldrei einn við völd. Því hef ég aldrei haldið fram og ég held að allir geri sér fullkomlega grein fyrir því. Átæður þessa bankahruns, kreppunnar og mótmælanna eru svo margþættar og flóknar að það þyrfti helst að skrifa um það bók. En þar að auki eru ekki öll kurl komin til grafar enn.

Og að sjálfsgöðu átti SF að gera eitthvað í málunum hafi hún vitað af þeim. Ég set hins egar spurningarmerki við það hvort SF hafi á annað borð verið ljóst í hvert stefndi. Það hefur nefnilega margsinnis komið fram að Bjögga G var vísvitandi haldið frá ýmsum fundum sem hann hefði átt að sitja sem Viðskiptaráðherra. Það eru svo sem uppi ýmsar samsæriskenningar um það af hverju honum var haldið frá en ég ætla mér ekki að hafa þær eftir hér. Sökin hlýtur að liggja bæði hjá Björgvini fyrir að vera ekki harðari af sér og þefa uppi þessa fundi og sömuleiðis þeim sem héldu honum frá fundunum. Hitt er víst að Sjálfstæðisflokkurinn fór með völd í forsætis- og fjármálaráðuneytinu allan þennan tíma - tvö valdamestu ráðuneytin í ríkisstjórninni. Þar af leiðandi er engin furða að fólk taki út reiði sína á sjálfstæðisflokkinn og lærimeistarann Davíð Oddsson. 

Í það minnsta finnst mér það lítil furða. Efnahagstjórnin var í þeirra höndum og þeir hafa iðulega (fram að baknahruni) stært sig af því að hafa skapað hér íslenskt efnahagsundur. Finnst þér skrýtið að sá flokkur sem stært hefur sig af því að hafa opnað hagkerfið og einkavætt bankana verði fyrir barðinu á reiði meirihluta íslensku þjóðarinnar? Já, ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti þjóðarinnar hafi verið og sé enn reiður þar eð 70% þjóðarinnar studdi mótmælin (skv. skoðanakönnunum). Hvort þessi reiði sé réttlætanleg er svo annað mál.  Auðvitað sárnar sjálfstæðismönnum þessi reiði og ég skil það sjónarmið mjög vel en hitt er víst að ef flokksforystunni hefði hugnast að biðja þjóðina afsökunar á sínum þætti í þessum hamförum þá hefði ef til vill ekki komið til búsáhaldabyltingar. Ég held í raun að Sjálfstæðismenn ættu að vera reiðastir flokksforystu Sjálfstæðisflokksins í stað þess að tuða endalaust um óréttmæti mómtælanna eða tækifærissinnann ÓRG.

Þú spyrð (réttilega) hvers vegna í andsk.. SF hafi ekki brugðist við þetta eina og hálfa ár sem þau sátu í stjórn. Ég hef í raun ekkert svar við því enda er ég ekki í þingflokk SF og kaus þá ekki síðast (þótt ég sé krati inn við beinið). Sé í raun enga þörf fyrir að verja SF. Það sem ég er að verja eru mótmælin sem slík (sem er mjög erfitt þar sem ég er alls ekki sammála öllum mótmælendum). Krafa mótmælanna var að ríkisstjórnin viki - sem varð raunin. Yfirlýst krafa mótmælanna var ekki að sjálfstæðisflokkurinn færi frá völdum (þótt vissulega megi finna mótmælendur sem vildu bara það).

Að lokum spyr ég þig; Hvers vegna í andsk... brást Sjálfstæðisflokkurinn ekki við, þetta eina og hálfa ár fyrir hrun? Af hverju var bindiskyldan lækkuð ef DO vissi að allt stefndi í óefni? Hver vegna gaf DO út heilbrigðisvottorð fyrir bankana vorið 2008 þegar hann vissi að allt stefndi í óefni? Þetta eru málefnalegar spurningar sem fáir sjálfstæðismenn gefa gaum og einblína þess í stað á einelti, ofsóknir og ofbeldi. 

Ég er enginn ofbeldismaður, ruddi eða kommi en engu að síður finnst mér þaulseta Davíðs ganga þvert á þjóðarhag. Ég bar virðingu fyrir DO sem stjórnmálamanni þótt ég hafi ekki alltaf verði sammála honum. Ég ber mjög litla virðingu fyrir honum núna og skrifast það alfarið á viðbrögð hans við bankahruninu (óreiðumenn, yfirlýsingar um  rússalán og tilvísanir í einkasímtöl sem fáir vilja kannast við) og manískri afneitun á það að Seðlabankinn sé rúinn trausti.

Kv. 

Hlynur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband