Er nú allt í einu leynd í lagi?

Nú er allt í einu bara í stakasta lagi að leyndi hvíli yfir því sem fer á milli AGS og forsætisráðherra. Ef ég man rétt þá þótti bara alveg ótækt að þessi leynd væri í gangi þegar Geir var forsætisráðherra. Nú heyrist ekki múkk í tækifærispólitíkusunum í VG....
mbl.is Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ólafsson

Hvernig lest þú út úr umfjöllun um þetta mál að það sé allt í lagi með leyndina í samskiptum við AGS? Forsætirsráðherra sætti sig einmitt ekki við leyndina og bað um að henni yrði aflett með nýrri skýrslu AGS. Manst þú til þess að fyrrverandi forsætisráðherra hafi gert eitthvað þessu líkt?

Finnst mönnum ásökun Geirs um meinta ósannsögli Jóhönnu ekki koma úr hörðustu át?

Karl Ólafsson, 16.2.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Karl Ólafsson

átt?

Karl Ólafsson, 16.2.2009 kl. 22:06

3 identicon

Aumingja Jóhanna ég veit ekki hvort hún sé viss hvort hún er að fara inn í eitthvað eða koma út út einhverju.

Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:11

4 Smámynd: ÖSSI

Þetta er bara nákvæmlega það sama og legið var á hálsi Geirs í fyrri ríkisstjórn...hver veit hverju Geir óskaði eftir af AGS þá hann hafi ekki verið að blaðra því út eins og Jóhanna....

Var kannski leyndin sem Geir talaði um nauðsynleg eftir allt saman? En ég heyri ekkert í VG um að leynd sé óásættanleg eins og þeir töluðu í í tíð fyrri ríkisstjórnar...

Og svo það sé á hreinu þá er ég ekki sjálfstæðismaður en mér finnst þessi minnihlutastjórn vera í versta falli hjákátleg ef ekki hégómagjörn...

ÖSSI, 16.2.2009 kl. 22:12

5 identicon

Það er sorglegt að sjá að enginn í ráðuneytinu hafi haft gáfur tilað taka út póstföngin hjá þessu fólki...

Kjartan (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:12

6 Smámynd: Gunnar

Össi, ekki bulla svona mikið. Málið er mjög einfalt:

Á sínum tíma gerði Geir og þáverandi ríkisstjórn ekkert til að fá þessari fáránlegu leynd aflétt. Ef þeir hefðu gert það þá hefðu þeir fengið sömu svör núverandi ríkisstjórn og hefðu getað (og þá væntanlega gert úr því að þeir voru að biðja um það) sýnt okkur einhver gögn. 

Jóhann og núverandi ríkisstjórn báðu sérstaklega um að leyndinni yrði aflétt og fengu því framgengt að vissu leyti en ekki fullkomlega. Og eru þegar búin að sýna okkur meira af gögnum frá ASG en fyrrverandi ríkisstjórn gerði þann tíma sem hún var í samskiptum við ASG.

Gunnar, 16.2.2009 kl. 22:53

7 identicon

... og þess vegna verður öll gagnrýni af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins einkar hallærisleg - þeir studdu leynd þegar þeir voru í stjórn en sytðja hana ekki núna! Og svo þegar núverandi stjórn hefur aflétt (að hluta til ) leyndinni þá er verið að reyna að gera úr þessu einhvern skandal þegar hann er ekki til staðar! Það kemur skýrt fram í tövlubréfinu frá AGS að þeir fari fram á trúnað um bréfin. Fellur þá ekki allur málflutningur, sem dregur orð forsætisráðherrans í efa, um sjálfan sig?

Hlynur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:22

8 Smámynd: ÖSSI

Þá spyr ég, var sjálfstæðisflokkurinn einn í stjórn? Ég man ekki betur en heilög Jóhanna hafi setið í þessari sömu ríkisstjórn...

Þetta snýst ekki um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn styðji leynd eða ekki. Þetta snýst um nákæmlega sömu spurningu og þáverandi stjórnarandstaða spurði þáverandi ríkisstjórn, þá þótti sú spurning bara eðlileg en fyrst Sjálfstæðisflokkurinn spyr þá er það ekki í lagi og ég tek það aftur fram að ég er ekki Sjálfstæðismaður....

Seint í gær eða morgunn kemur svo í ljós að AGS fer fram á leynd hluta þessara gagna rétt eins og áður. Þá kemur í ljós að þetta er þessi frægi misskilningur...

Það er endalaust hægt að þrasa um þetta en það sem ég er að reyna að benda á er að afstaða VG og SF virðist hafa breytst ansi mikið á nokkrum vikkum til margra mála sem segir manni það að það er sami botninn undir þessu öllu en hefur bara mismunandi birtingarmyndir eftir völdum.

ÖSSI, 17.2.2009 kl. 07:43

9 identicon

Sæll Össi,

þar hittirðu naglann á höfuðið með að ýmislegt breytist þegar farið er úr stjórnarandstöðu í stjórn. Og það á að sjálfsögðu við alla flokka. Og auðvitað vill maður að báðar ríkisstjórnir hefðu haft manndóm í sér að neita AGS þessum trúnaði. Nú er bara svo við komið að það er erfitt (jafnvel siðlaust) að ganga á bak fyrri orða og svipta trúnaðinum, þótt allri þjóðinni leikur forvitni á að vita hvað stendur í öllum þessum bréfasendingum til og frá AGS. 

Og ég er þér hjartanlega sammála um að sami botninn sé undir öllu þessu fólki enda er það staðreynd að vald spillir. Algjört vald spillir því algjörlega ;)

Kv.

Hlynur (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:54

10 identicon

Reyndar færði ASG mjög góð rök fyrir því að leynd hvíldi á ráðgjöf þeirra -- þ.e. að sjóðurinn vildi ekki láta draga sig inn í pólitískar deilur á Íslandi, enda er honum gert að vinna með hvaða stjórn sem situr hér. Það eina sem mér finnst athyglisvert í þessu máli er annars vegar það að þingmaður Sjálfstæðisflokksins vissi af skeytasendinu ASG áður en að ráðherra hafði verið kynnt hún, sem virðist benda til þess að senditíkur Flokksins hafi ekki áttað sig á því fyrir hvern þeir vinna, og hins vegar að Geir Haarde þrástagaðist á því að Jóhanna Sigurðardóttir lygi til um leynd þá sem ASG krafðist og hafði ekki manndóm í sér að biðjast afsökunar á ummælum sínum. En það er í stíl við annað sem hann hefur sagt að undanförnu, því að hann telur sig víst ekki bera ábyrgð á neinu þótt að hann hafi verið fjármálaráðherra og forsætisráðherra nær samfellt í gegnum bæði bólu og hrun.

Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:06

11 Smámynd: ÖSSI

Já visslega geta verið ýmsar ástæður þess að leynd þurfi að vera á þessum gögnum og í raun ekkert að því. Það er það sem ég var að segja að þegar Geir og Ingibjörg sögðu að leynd þyrfti að vera yfir þessu þá hljóðaði Steingrímur ógurlega...Nú hefur þá væntanlega komið í ljós að þessi leynd er réttlætanleg...þá spyr ég líka á móti hversvegna biður Steingrímur Geir ekki afsökunar á þeim ummælum sem þá féllu?

Það er líka í meira lagi skrítið að póstur stílaður á forsætisráðherra komi fyrst til þingmanns Sjálfstæðisflokksins þar get ég alveg verið sammála þér.

Algengasta orðið í stjórnmálum í dag er "misskilningur" það bera allir fyrir sig misskilningi það gerði Geir líka þar sem þær upplýsingar sem hann fékk frá AGS voru víst ekki réttar...hversvegna ætti hann að biðjast afsökunar á því?

Geir hefur jú staðið vaktina í 18 ár og ber því ábyrgð eins og allir sem með honum störfuðu. Enn er þó ekkert komið í ljós sem segir að hann beri meiri ábyrgð en einhver annar í þessu máli og hversvegna ætti hann þá að biðjast afsökunnar á einhverju sem hann hugsanlega bar ekki ábyrgð á? Hann hefur sagt að hann muni glaður biðjast afsökunnar ef upp kemur að hann hafi gert eitthvað sem er afsökunarvert.

Jóhann fékk dóm nú í vikunni....ég heyrði hana ekki biðjast afsökunnar á því að hafa brotið lögin? Nei heldur var hún hrokinn uppmálaður...

Og að lokum þá er ég ekki sjálfstæðismaður.....

ÖSSI, 19.2.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband