Til hvers er afgreiðslufólk?

Undanfarna daga hef ég verið að leita mér að tæki sem getur allt í senn verið heimabíó, dvd spilari og upptökutæki. Þetta virðist nú vera vandfundið allavega á því verði sem eg er tilbúinn að greiða fyrir vöruna. Núna er ég búinn að hringja í hinar og þessar verslanir til að leita upplýsinga. Það ætlar ekki að ganga þrautalaust þar sem afgreiðslufólkið í verslunum veit oft minna en ég. Maður heyrir að það er að fletta upp á sömu síðum og ég til að nálgast upplýsingar um vöru sem þau eiga að vera með á hreinu. Ég er orðinn mjög pirraður á svona viðskiptaháttum og það er alveg eins hægt að sleppa því að hafa þetta fólk í vinnu og benda bara á netið í staðinn. Þarf fólk ekkert að kynna sér hlutina áður en það getur farið að miðla upplýsingum um tækið?

Ég veit ekki hvort það er kreppan en mér finnst margar verslanir vera orðnar svo subbulegar. Fór til dæmis í Ormsson í smáralind í gær og þar voru sýningarbásarnir fullir af drasli eða ótengdir. Sýningartækin voru rykfallin og bara frekar óspennandi. Sömu sögu var að segja með Elko ryk og skítur um alla búð. Ef það er ekki þörf fyrir aðlaðandi verslun þegar erfiðara er að selja þá veit ég ekki hvenær það er. Það væri kannski hægt að nota þetta afgreiðslufólk til að þrífa því ekki veit það neitt um það sem það á að vera að selja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu viss um að slíkt tæki sé yfirhöfuð til ?

Helgi (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: ÖSSI

Já það er til frá Pioneer og fleiri framleiðendum. Fínt að geta losnað við 2 tæki og fengið eitt í staðinn. Þetta kostar bara nokkra peninga það er vandamálið...

ÖSSI, 7.8.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Dúddinn

ÖSSI
ÖSSI

Nokkuð hress svona dagsdaglega

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband